Castor ehf.

Vörukarfa
0 vörur

Samtals: 0 ISK

Umhirða reiðtygja

Umhirða reiðtygja

Nú fer að líða sá tími að hestafólk fer að fara yfir reiðtygi og annað slíkt áður en tekið er inn á hús.  Sigta út það sem er orðið gamalt og endurnýja það sem þarf, jafnvel að fara til söðlasmiðs með það sem hægt er að laga.

Þegar ég fer í reiðtúr finnst mér mikilvægt að reiðtygi og hnakkur sé í góðu ásigkomulagi. Þá skiptir máli að hugsa vel um það sem maður á. Ég hef allavega ekki ánægju á að setjast ofan í grjótharðan og stífan hnakk eða nota taum sem er að slitna í sundur. Auk þess getur það skapað hættu að nota illa með farin reiðtygi og hnakk. Taumur eða ístaðsól getur slitnað sem getur skapað mikla hættu í reiðtúr. Reynum því að skapa ekki óþarfa hættu.

Ég fer vel yfir reiðtygi og hnakk, a.m.k. tvisvar á ári. Byrja á að þvo reiðtygi og hnakk með volgi vatni og leðursápu. Nota jafnvel bursta til að taka burt mestu óhreinindin. Leyfi reiðtygjunum aðeins að þorna áður en ég ber á allt með leðurfeiti/olíu sem gerir algjört kraftaverk. Hnakkurinn verður eins og nýr, leðurfeitin verndar leðrið og gefur því meiri raka. Auk þess sem æviskeið leðursins lengist.

**Hugsum því vel um reiðtygi okkar og hnakk, þetta er dýrmæt eign**


Hestakveðjur,

Bergþóra Kummer Magnúsdóttir

Castor ehf. 

Castor ehf · Sími: 663-7727 · E-mail: castor@castor.is · kt.541211-0120